Dansandi May vakti lukku

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tók nokkur vel valin dansspor á …
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tók nokkur vel valin dansspor á leið í pontu á landsfundi breska Íhaldsflokksins sem nú stendur yfir. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og nú óumdeild dansdrottning, var létt í spori þegar hún steig á svið á landsfundi Íhaldsflokksins sem fram fer í Birmingham.

Lag sænsku hljómsveitarinnar ABBA ómaði á meðan May gekk í pontu og réð hún ekki við sig og tók nokkur vel valin spor og ef vel er að gáð má sjá forsætisráðherrann syngja örlítið með. 

Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum og búast má við að May þurfi að svara gagnrýni flokkssystkina sinna vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. May sagði í ítarlegu viðtali við Times á sunnudag að þeir sem styðja ekki áætl­un henn­ar um út­göngu Breta úr sam­band­inu, sem er kennd við sveita­set­ur for­sæt­is­ráðherra, Chequ­ers, séu í póli­tísk­um hráskinna­leik um framtíð Bret­lands.

Þeir sem vilja hins vegar taka sér örstutt hlé frá Brexit-viðræðum geta séð inngöngu forsætisráðherrans í myndskeiðinu hér að neðan:  

 Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert