Einn lögreglumaður látinn og sex særðir

Atburðurinn átti sér stað í borginni Florence í Suður-Karólínuríki í …
Atburðurinn átti sér stað í borginni Florence í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum. Kort/Google

Einn lögreglumaður lést og sex særðust í átökum við mann sem tekið hafði börn í gíslingu í borginni Florence í Suður-Karólínuríki í Bandaríkjunum.

BBC segir lögreglumennina hafa brugðist við hjálparbeiðni frá skrifstofu fógeta. Hann gaf sig síðan eftir tveggja tíma pattstöðu og var þá fluttur á sjúkrahús. Börnin, sem hann hafði tekið í gíslingu, sluppu heil á húfi frá atvikinu.

Ástæða gíslatökunnar er hins vegar óljós.

Kenney Boone, fógeti Florence, sagði þrjá fulltrúa fógeta og fjóra lögreglumenn hafa orðið fyrir skotum. Einn þeirra, sem fjölmiðlar í Florence hafa nafngreint sem Terrence Carraway, lést af sárum sínum.

„Þessir lögreglumenn fóru á staðinn án þess að vita að maðurinn var vopnaður. Þeir héldu að þeir væru að bregðast við handahófskenndri húsleitarbeiðni,“ sagði Boone og segir skothríðina hafa verið mikla.

Ekki hefur verið gefið upp hvort meiðsl hinna lögreglumannanna sex séu alvarleg.

112 bandarískir lögreglumenn hafa látist við embættisstörf það sem af er ári og yfir 15.000 manns létust af völdum skotvopna í Bandaríkjunum í fyrra, samkvæmt vefsíðunni Gun Violence Archive, en inni í þeirri tölu er ekki sá fjöldi sem notar skotvopn til að taka eigið líf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert