Collins styður Kavanaugh

Susan Collins á gangi í öldungadeildinni.
Susan Collins á gangi í öldungadeildinni. AFP

Allt stefnir í að Brett Kavanaugh, sem hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi, verði tilnefndur sem dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna eftir að Susan Collins, sem var sögð óákveðin í málinu, lét hafa eftir sér að ásakanirnar í garð Kavanaugh væru ósannaðar.

„Ég tel að þessar ásakanir muni ekki koma í veg fyrir að Kavanaugh geti starfað við réttinn,“ sagði Collins, sem er þingmaður Repúblikanaflokksins, en forsetinn Donald Trump, sem tilnefndi Kavanaugh í embættið, er einnig repúblikani.

„Ég get ekki horft framhjá því að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð og að taka þarf sanngirni með í reikninginn,“ bætti hún við og sagði Kavanaugh vera opinberar starfsmann sem sé til fyrirmyndar.

Demókratinn Joe Manchin styður einnig við bakið á Kavanaugh. Þar með hefur 51 þingmaður af 100 veitt honum stuðning. Búist er við að atkvæðagreiðslan fari fram seinnipartinn á morgun.

Brett Kavanaugh.
Brett Kavanaugh. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert