Ekki alltaf sammála eiginmanninum

Melania Trump í Egyptalandi.
Melania Trump í Egyptalandi. AFP

Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, lauk fjögurra þjóða ferðalagi sínu til Afríku með því að heimsækja Egyptaland í dag.

Hún sagði að ferðalaginu væri ætlað að „sýna heiminum að okkur sé ekki sama“.

Þegar hún var spurð út í ummæli Donalds Trump, eiginmanns hennar og forseta Bandaríkjanna, um að afrískar þjóðir og Haítí væru „skítalönd“ sagði hún: „Enginn ræddi þetta við mig og ég heyrði hann aldrei segja þetta.“

Forsetafrúin bætti við: „Ég er ekki alltaf sammála því sem honum finnst og ég segi honum það. Hann fær að vita hreinskilna skoðun mína og stundum hlustar hann en stundum ekki.“

Melanie sagðist hafa sína eigin rödd og að mikilvægt sé að hún fái að greina frá sinni hlið mála.

Melania Trump ásamt Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og eiginkonu …
Melania Trump ásamt Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og eiginkonu hans, Intissar Amer. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert