Annar látinn vegna Pret A Manger

Pret A Manger er vinsæl kaffihúsakeðja víða um heim, en …
Pret A Manger er vinsæl kaffihúsakeðja víða um heim, en útibú hennar má finna í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Af Wikpedia

Kaffihúsakeðjan Pret A Manger hefur staðfest að annar viðskiptavinur hafi látist vegna innihalds í samloku frá þeim. Viðskiptavinurinn lést í kjölfar þess að hafa gætt sér á grænmetissamloku sem átti að vera laus við allar mjólkurvörur. Fimmtán ára stúlka lést vegna sesamfræja í samloku frá Pret A Magner árið 2016.

Guardian greinir frá því að Pret A Magner hafi fengið ranga jógúrt frá heildsölu, sem átti að vera mjólkurlaus en innihélt mjólkurprótein. Jógúrtin var svo notuð í samlokubrauðið. Umræddur viðskiptavinur lést 27. desember á síðasta ári.

Kókosmjólkurfyrirtækið CoYo, sem gefur sig út fyrir að vera vegan, innkallaði jógúrtina sína í febrúar þegar mjólkurleifar fundust í vörunni. Pret A Manger segir að CoYo hafi selt þeim umrædda jógúrt sem notuð var í samlokuna. Allar vörur tengdar atvikinu voru teknar úr sölu og hefur Pret A Manger sagt upp samningi sínum við CoYo, auk þess sem keðjan hyggst leita réttar síns í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert