Of seint fyrir Flórídabúa að flýja

Vindhraði fellibylsins Mikaels er nú kominn í tæpa 65 metra á sekúndu, en hann er staddur rúma 100 kílómetra suð-suðvestur af Panamaborg og stefnir óðfluga á Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Mikael er nú fjórða stigs fellibylur og sá öflugasti sem skollið hefur á norðvesturhluta Flórída í heila öld, þar sem 370.000 manns hefur verið gert að flýja heimili sín. Þó er óttast að mun færri hafi farið að skipunum.

Ríkisstjóri Flórída hafði áður skipað öllum að flýja, en nú segir hann það orðið of seint. Mikael er þegar farinn að valda aftakaveðri á svæðinu, en gert er ráð fyrir því að hann nái landi á hádegi að staðartíma, eða klukkan 16 að íslenskum tíma.

Ríkisstjóri Flórída hafði áður skipað öllum að flýja, en nú …
Ríkisstjóri Flórída hafði áður skipað öllum að flýja, en nú segir hann það orðið of seint. AFP

„Ekki fara út af heimili ykkar. Það versta sem þið getið gert núna er að fara,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, í tilkynningu og biðlaði til fólks að leita skjóls. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í ríkinu, sem og í Alabama og Georgia.

Þrettán létu lífið í ríkjum Mið-Ameríku vegna storma um helgina. Búist er við því að kraftur Mikaels geti jafnvel aukist enn meira þangað til hann skellur á ströndum Flórída og er fellibylurinn talinn lífshættulegur. Búist er við miklum vindi, rigningu og flóðum sökum hans.

Umfjöllun CNN.

Umfjöllun BBC.

370.000 manns hefur verið gert að flýja heimili sín.
370.000 manns hefur verið gert að flýja heimili sín. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert