Mikael valdið dauða sautján manna

Mikil eyðilegging blasir við eftir að Mikael fór yfir bæinn …
Mikil eyðilegging blasir við eftir að Mikael fór yfir bæinn Mexíkóströnd í Flórída. AFP

Tala látinna eftir fellibylinn Mikael er komin upp í sautján og enn er óttast að fleiri hafi látist. Björgunarteymi eru að störfum í Flórída og leita fólks í braki í bæ sem verst varð úti í óveðrinu.

„Eyðileggingin á Mexíkóströnd er mikil,“ sagði ríkisstjóri Flórída, Rick Scott. Hann var þá staddur í bænum þar sem fellibylurinn náði mestum vindhraða og var flokkaður sem fjórða stigs bylur. „Það er eins og sprengja hafi sprungið,“ sagði Scott er hann fór um bæinn. Íbúar Mexíkó-strandar eru um þúsund og stendur bærinn við Mexíkóflóa. „Þetta er eins og vígvöllur.“

Björgunarteymin nota m.a. sporhunda við leit sína. Enn er vonast til þess að fólk finnist á lífi í rústum húsa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert