Portúgalar búa sig undir fellibyl

Gervihnattamynd síðan í gær. Búist er við að ofsaviðrið hefjist …
Gervihnattamynd síðan í gær. Búist er við að ofsaviðrið hefjist um fimm í dag. Mynd/Zoom Earth

Rauð viðvörun var í morgun gefin út um nær allt Portúgal en fellibylurinn Leslie nálgast nú strönd landsins. Líkur eru á að fellibylurinn verði stærsti stormur sem hefur skollið á landinu síðan 1842, að því er fram kemur á vef AFP-fréttaveitunnar.

Fulltrúar almannavarna í Lissabon biðluðu til fólks að halda sig innandyra, og sögðu að búist væri við mesta ofsaveðrinu í kvöld og í fyrramálið.

Undirbúningur vegna fellibyljarins stendur einnig yfir á Spáni, þar sem hans er vænst á sunnudagsmorgun. 

Samkvæmt veðurfræðiskrám hafa einungis fimm fellibyljir lent á þessum stað í Atlantshafinu frá upphafi mælinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert