Kristilegir demókratar að missa tökin

Íbúar Bæjaralands ganga til kosninga í dag. Fyrstu útgönguspár benda …
Íbúar Bæjaralands ganga til kosninga í dag. Fyrstu útgönguspár benda til verulegs fylgistaps Kristilegra demókrata, CSU, systurflokks Angelu Merkel. AFP

Kristilegir demókratar, CSU, munu missa meirihlutann í Bæjaralandi samkvæmt fyrstu útgönguspám. Gangi þær eftir verður þetta mesti kosningaósigur þeirra í langan tíma og veikir þar með stöðu systurflokkanna CSU og CDU, flokks Angelu Merkels, á landsvísu.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Útlit er fyrir að CSU fái 35,5% atkvæðanna, sem er um 12% minna en fyrir fjórum árum, og Græningjar 19%. 

Kristilegir demókratar, CSU, hafa haft yfirburðastöðu í Bæjaralandi frá því upp úr miðri síðustu öld. Systurflokkurinn CDU hefur verið smærri á landsvísu en alltaf getað treyst á gott fylgi CSU í sambandsríkinu Bæjaralandi.

AfD, Valkostur fyrir Þýskaland, flokkur sem talinn hefur verið til hægri við CSU, hefur tekið til sín töluvert fylgi og stefnir í 11% samkvæmt útgönguspám. AfD fylgir harðari innflytjendastefnu en CSU og er talið að stefna í þeim málaflokki kunni að hafa veruleg áhrif á pólitíska þróun í Bæjaralandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert