Myrtur biskup tekinn í dýrlingatölu

Fjöldi fólks var í morgun mætt í Vatíkanið til þess …
Fjöldi fólks var í morgun mætt í Vatíkanið til þess að vera viðstatt athöfnina. AFP

Frans páfi fer í dag fyrir athöfn í Vatíkaninu þar sem erkibiskupinn Óscar Romero frá El Salvador verður tekin í dýrlingatölu. Romero var annálaður friðarsinni í borgarastyrjöld El Salvador og var skotinn til bana við messuhöld árið 1980.

Þá verður fyrrum páfinn Pál VI einnig tekinn í dýrlingatölu, en Paul er þekktur fyrir að hafa staðið að umbótum innan kaþólsku kirkjunnar á sjöunda áratug síðustu aldar.

Frans páfi fer fyrir athöfninni í dag.
Frans páfi fer fyrir athöfninni í dag. AFP

Ber blóðugt belti

Kaþólikkar á svæðinu hafa um langt skeið kallað eftir því að Romero verði tekinn í dýrlingatölu, en hann er af mörgum álitinn dýrlingur Mið-Ameríku. Vígamenn Romero voru aldrei færðir fyrir dómara, enda kom almenn sakaruppgjöf (e.amnesty) í veg fyrir það.

Búist er við því að Frans páfi skarti blóðugu belti Romerós, sem hann klæddist þegar hann var veginn. 

Þá mun hann páfi einnig nota kaleik og biskupsstaf Páls VI við athöfnina. 

Myndir af verðandi dýrlingunum tveimur sjást hér í St. Péturs …
Myndir af verðandi dýrlingunum tveimur sjást hér í St. Péturs basilíkunni í Vatíkaninu í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert