„Ein versta yfirhylming“ sögunnar

Trump sagði að hugmynd þeirra sem að morðinu stóðu hefði …
Trump sagði að hugmynd þeirra sem að morðinu stóðu hefði verið slæm frá upphafi, illa framkvæmd og tilraunin til þess að hylma yfir morðið hefði verið „ein versta yfirhylming í sögu yfirhylminga“. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í Hvíta húsinu fyrir skemmstu að morðið á Jamal Khashoggi á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Tyrklandi hefði verið „ein versta yfirhylming“ sögunnar.

Trump sagði að hugmynd þeirra sem að morðinu stóðu hefði verið slæm frá upphafi, illa framkvæmd og AFP hefur eftir honum að tilraunin til þess að hylma yfir morðið hefði verið „ein versta yfirhylming í sögu yfirhylminga“ (e. one of the worst cover-ups in the history of cover-ups).

New York Times hefur eftir Trump að sá sem hafi átt þessa hugmynd sé að hans mati í „miklum vandræðum“ og eigi skilið að vera í miklum vandræðum, en Trump bætti því við að hann hefði ekki enn kveðið upp dóm um það hver væri ábyrgur fyrir morðinu á Khashoggi.

Það mun hann ekki gera, að eigin sögn, þar til bandarískir embættismenn, þeirra á meðal Gina Haspel, stjórnandi leyniþjónustunnar CIA, snúa aftur til Bandaríkjanna frá Tyrklandi á næstu dögum.

Frétt New York Times

Frá blaðamannafundi Trump í Hvíta húsinu í dag, þar sem …
Frá blaðamannafundi Trump í Hvíta húsinu í dag, þar sem blaðamenn náðu að skjóta inn spurningum um morðið á Khashoggi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert