Deildi gyðingahatri á samfélagsmiðlum

Frá vettvangi fyrir utan bænahúsið.
Frá vettvangi fyrir utan bænahúsið. AFP

Maðurinn sem myrti að minnsta kosti ellefu þegar hann réðst inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag heitir Robert Bowers. Hann er 46 ára og hrópaði ókvæðisorð að gyðingum meðan á árásinni stóð.

Lögreglan hefur greint fjölmiðlum vestanhafs frá því að verið sé að rannsaka færslur Bowers á samfélagsmiðlum en ástæða árásarinnar er enn óljós.

„Ég get ekki setið og fylgst með því þegar fólkinu mínu er slátrað,“ skrifaði Bowers á Gab-samfélagsmiðilinn skömmu fyrir árásina. Þar bætti hann því við að hann „ætlaði inn“. Gab er lýst sem samfélagsmiðli sem ritskoðar ekkert efni sem þar kemur inn.

Robert Bowers réðst inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh í …
Robert Bowers réðst inn í bænahús gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í dag. Ljósmynd/CNN

Í sömu færslu skrifaði Bowers að HIAS, stuðningshópur fyrir flóttamenn sem eru gyðingar, væri að „drepa fólkið okkar“.

Margar færslur Bowes á Gab-samfélagsmiðlinum tengjast gyðingahatri. Hann hefur endurbirt fjölmargar færslur þar sem gyðingum er sagt að yfirgefa landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert