Vill afnema neitunarvald í skattamálum

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst leggja áherslu á það á fundi leiðtogaráðs sambandsins í maí á næsta ári að neitunarvald ríkja þess verði afnumið í skattamálum og þess í stað verði aðeins gerð krafa um aukinn meirihluta atkvæða.

Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins Sunday Times en skattamál eru einn af fáum málaflokkum ríkja Evrópusambandsins sem heyra undir valdsvið sambandsins þar sem enn er gerð krafa um einróma samþykki þeirra sem meðal annars hefur þýtt að áform um samræmingu varðandi fyrirtækjaskatta hafa ekki náð fram að ganga.

Einnig hafa áður komið fram tillögur um að afnema neitunarvald ríkja Evrópusambandsins í utanríkismálum og þegar kemur að samþykkt nýrra ríkja í sambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert