Dæmd fyrir að geyma barnið í skottinu

Rosa Maria Da Cruz ásamt lögfræðingi sinnum. Hún er á …
Rosa Maria Da Cruz ásamt lögfræðingi sinnum. Hún er á leiðinni í fimm ára fangelsi. AFP

Frönsk kona sem var kærð fyrir að fela barnið sitt í skottinu á bílnum sínum hefur verið dæmd í fimm ára fangelsi, þar af þrjú ár skilorðsbundið. Hún var fundin sek um að hafa geymt dóttur sína Sérénu ýmist í auðu herbergi eða Peugeot-bifreið um tveggja ára skeið.

BBC fjallar um dóminn.

Konan, Rosa-Maria Da Cruz, sagðist fyrir dómi ekki geta útskýrt hegðun sína. Sérfræðingur í málefnum barna sagði fyrir rétti að hin þrjú börnin hennar væru „fullkomlega upp alin.“ Sálfræðingar mátu þetta svo, að Da Cruz væri tilfinningalega vanþroskuð en síður en svo geðveik og bæri ekki merki þess að hafa annarlegar kenndir.

Málið komst upp árið 2013 á bifvélaverkstæði. Þar fann starfsmaður stúlkuna í skottinu. Hún lá þar vannærð og óhirt. Nú er Séréna 7 ára og henni hefur verið komið annað í fóstur. Fyrir hana er enn „dagleg áskorun að megna að stíga um borð í bíl.“ Hún mun varanlega sködduð af meðferð þessari.

Faðir stúlkunnar vissi hvorki af óléttu konu sinnar né tilvist barns síns. Hann var dæmdur ósekur í málinu. Hann fer enn með umsjá hinna þriggja barna þeirra hjóna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert