Unglingsstúlka stakk aðra stúlku til bana

AFP
<div id="premium-top">Fjórtán ára gömul sænsk stúlka er talin bera ábyrgð á dauða annarrar unglingsstúlku á heimili fyrir ungt fólk í Trollhätten á miðvikudagskvöldið. Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla lenti tveimur stúlkum, sem bjuggu á heimilinu sem er rekið af velferðarþjónustunni (<span>HVB-hemmet), saman og var hnífum beitt. Sautján ára gömul stúlka var flutt á sjúkrahús en hún lést þar síðar um kvöldið. </span></div> <div id="premium-container">

Málið er í rannsókn lögreglu en stúlkan er ekki sakhæf vegna ungs aldurs. Hún kom fyrir dómara í gær og hefur fengið skipaðan réttargæslumann. Allir íbúar heimilisins hafa verið fluttir annað á meðan rannsókn stendur yfir. 

Í viðtali við Expressen segir saksóknari að málið sé harmleikur sem verður rannsakaður áfram. Hann geti ekki upplýst frekar um málið annað en að rætt hafi verið við stúlkuna og hún hafi veitt greinargóðar upplýsingar um atvik mála. 

Forstöðumaður heimilisins segir að þetta sé skelfilegur atburður sem verði að rannsaka. Eins hvort starfsfólk hafi getað brugðist öðruvísi við en gert var. 

Mikael Rying, sem er afbrotafræðingur hjá sænsku lögreglunni, segist ekki vita til þess að sambærilegt mál hafi komið upp undanfarna áratugi. Hann reki ekki minni til þess að stúlka sem er á barnsaldri hafi drepið aðra manneskju. 

<a href="https://www.expressen.se/gt/flicka-ford-till-sjukhus-misstankt-mordforsok/" target="_blank"><strong>Frétt Expressen</strong></a>

</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert