Trump mættur til Kaliforníu

Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér hamfarasvæðið í Paradise, bæ, sem …
Trump Bandaríkjaforseti virðir fyrir sér hamfarasvæðið í Paradise, bæ, sem er rústin ein eftir eldana. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði leið sína til Norður-Kaliforníu í dag. Hann kannar aðstæður og hittir íbúa, fórnarlömb verstu skógareldu sem geisað hafa yfir svæðið.

Í ræðu sinni sem hann flutti í bænum Paradís í dag hrósaði hann lögreglu, stjórnmálamönnum og björgunarsveitum fyrir störf sín. Með honum í heimsókninni eru Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana, og þingmennirnir tveir, Ken Calvert og Doug LaMalfa.

Minnst 71 hefur látist í eldunum og 10.000 heimili eru brunnin. Trump hefur nýlega dregið að hluta til baka ásakanir sínar á hendur skógræktaraðila, að eldurinn sé á þeirra ábyrgð. Hann féllst á að hluti af ástæðunni kynni að vera hlýnun jarðar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert