Myrti kærastann og matreiddi hann

Parið bjó í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Parið bjó í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. AFP

Kona frá Marokkó hefur verið sökuð um að myrða kærasta sinn og gefa pakistönskum verkamönnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum líkamsleifarnar sem máltíð.

Konan myrti kærastann fyrir þremur mánuðum, samkvæmt saksóknara. Ekki komst þó upp um glæpinn fyrr en fyrir stuttu síðan þegar tönn úr manni fannst í blandara á heimili hennar.

Konan játaði fyrir lögreglu og sagði þetta augnabliks „brjálæði“ samkvæmt fjölmiðlum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 

Fólkið hafði verið saman í sjö ár. Samkvæmt dagblaði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum myrti konan manninn eftir að hann sagði henni frá áætlun sinni um að yfirgefa hana fyrir aðra konu.

Lögregla hefur ekki greint frá því hvernig maðurinn lést en segir að líkamsleifum hans hafi verið blandað í hefðbundinn hrísgrjóna- og kjötrétt sem konan gaf starfsmönnum í nágrenninu.

Upp komst um konuna þegar bróðir mannsins hans kom á heimili þeirra til að leita að honum. Hann fann tönn í blandara en eftir lífsýnarannsóknir lögreglu kom í ljós að tönnin var úr manninum.

Konan gengst nú undir geðrannsóknir.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert