Dísilmengun kostar heilbrigðiskerfið 70 milljarða evra

AFP

Kostnaður heilbrigðiskerfisins innan Evrópusambandsins vegna loftmengunar frá umferð nemur að minnsta kosti 70 milljörðum evra á hverju ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu European Public Health Alliance (EPHA). Um 75% er af völdum mengunar frá dísilbílum.

Kostnaðurinn er að mestu greiddur úr vösum skattgreiðenda í gegnum ríkisrekna heilbrigðisþjónustu. Hægt væri að minnka þennan kostnað um 80% ef gripið væri til metnaðarfullra aðgerða, segir í skýrslunni. Guardian greinir frá. 

Útblástur frá dísilbifreiðum hefur verið mjög í umræðunni allt frá árinu 2015 þegar þýski bílaframleiðandinn Volkswagen var gripinn fyrir að svindla á slíkum prófunum. Rannsókn frá því í fyrra sýnir að 38 þúsund manns hið minnsta deyja fyrr en annars hefði verið af völdum mengunar frá bílaumferð.

Frétt Guardian í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert