Lofar launahækkunum og skattaívilnunum

Mótmælendur í einkennisklæðnaði hlýða á Macron.
Mótmælendur í einkennisklæðnaði hlýða á Macron. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofar frönsku þjóðinni hækkun lágmarkslauna og skattaívilnunum í tilraun til þess að lægja mótmælaölduna sem geisað hefur í landinu undanfarnar vikur. Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi forsetans nú í kvöld, en BBC greinir frá.

Mótmælendur, sem klæðast gjarnan gulum vestum, hafa valdið miklum usla í París og víðar í Frakklandi. Þeir mótmæla meðal annars hækkun á eldsneytissköttum, en hundruð hafa verið handtekin í tengslum við mótmælin.

Macron lofar því að lágmarkslaun verði hækkuð um 100 evrur frá og með 2019 og að fallið verði frá áætlunum um aukna skattlagningu á lægstu tekjuhópa í landinu. Þá verða atvinnuveitendur hvattir til þess að greiða starfsfólki sínu skattfrjálsa bónusa í lok ársins.

Forsetinn sagði frönsku þjóðina ósátta við lífsskilyrði í Frakklandi og að hann ætti líklega sína sök á því, enda hafi fólki fundist eins og ekki hafi verið á það hlustað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert