Greiða atkvæði um vantrauststillögu gegn May

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun standa frammi fyrir vantrauststillögu þingmanna breska Íhaldsflokksins í kvöld. BBC greinir frá.

BBC segir atkvæðagreiðsluna fara fram í þinginu milli klukkan sex og átta í kvöld. Þingmenn Íhaldsflokksins munu þá greiða atkvæði um hvort þeir beri traust til forsætisráðherrans.

48 þingmenn hafa nú skilaði inn vantraustsyfirlýsingu í garð May, en það er forsenda þess að vantrauststillaga gegn forsætisráðherra sé tekin fyrir.

Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði í kvöld um vantrauststillögu á Theresu May forsætisráðherra.

Gustað hefur verulega um May á forsætisráðherrastólnum, en hún hefur sætt harðri gagnrýni þingmanna fyrir framgöngu sína í Brexit og hefur óánægju gætt með útgöngusamninginn sem May náði við Evrópusambandið.

Greiða átti atkvæði um útgöngusamninginn í breska þinginu í gær, en May tilkynnti síðdegis á mánudag að atkvæðagreiðslunni hefði verið frestað.

BBC segir ekki ljóst hversu fljótt úrslit atkvæðagreiðslunnar verði kynnt, en May verður að fá meirihluta atkvæða eigi hún að halda stöðu sinni. Fái hún nauðsynlegan meirihluta geta þingmenn flokksins ekki lýst yfir vantrausti í garð May næsta árið. Verði úrslit hins vegar á hinn veginn verður flokksforustan dregin í efa og mun hún þá þurfa að segja af sér.

Fari May með nauman sigur af hólmi í atkvæðagreiðslunni getur einnig farið svo að hún ákveði að segja af sér. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert