Féll úr jólatré og lést

Maðurinn féll úr jólatré sem er um 13,5 metrar á …
Maðurinn féll úr jólatré sem er um 13,5 metrar á hæð og er fyrir utan ráðhús bæjarins. Ljósmynd/Twitter

Lögreglan í Kirkcaldy, skoskum smábæ smábæ norður af Edinborg, rannsakar dauðsfall karlmanns sem fannst illa slasaður við jólatré í bænum. Maðurinn lést af sárum sínum á spítala stuttu eftir að hann fannst. 

Maðurinn féll úr jólatré sem er um 13,5 metrar á hæð og er fyrir utan ráðhús bæjarins. Eigandi og gestir skemmtistaðar í nágrenninu urðu varir við að maðurinn væri að klifra upp í tréð og létu lögregluna vita. 

Mario Caira, eigandi næturklúbbsins, segir í samtali við BBC að hann hafi séð manninn klifra upp í topp trésins þaðan sem hann féll. 

Skoska lögreglan telur að ekkert saknæmt hafi átt sér stað og að um slys hafi verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert