Þingheimur hafnaði Löfven

Stefan Löfven.
Stefan Löfven. AFP

Leiðtoga Jafnaðarmannaflokks Svíþjóðar, Stefan Löfven, var hafnað af þingmönnum í morgun þegar greidd voru atkvæði um hvort hann myndi gegna embætti forsætisráðherra áfram.

Alls greiddu 200 þingmenn atkvæði gegn tillögunni, 116 þingmenn greiddu atkvæði honum í vil á meðan 28 þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Flokkslínur réðu því hvernig þingmenn greiddu atkvæði en aðeins þingmenn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja greiddu Löfven atkvæði. Vinstri flokkurinn sat hjá á meðan þingmenn annarra flokka höfnuðu honum.

Þrír mánuðir eru síðan þingkosningar fóru fram í Svíþjóð og hvorki gengur né rekur í að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Tillaga Löfven hljóðaði upp á sama stjórnarsamstarf og áður, jafnaðarmenn og Græningjar sem mynduðu ríkisstjórn landsins síðasta kjörtímabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert