ESB og Ítalía semja um vopnahlé

AFP

Evrópusambandið og ríkisstjórn Ítalíu hafa samið um vopnahlé í deilunni um fjárlög ítalska ríkisins fyrir næsta ár.

Endurskoðuð áætlun stjórnvalda er innan marka ESB en sambandið hafði hafnað fjárlagadrögum ríkisstjórnarinnar. Taldi ESB eyðsluna vera langt umfram heimildir og að loforðin væru umfram getu.

Aðstoðarforseti framkvæmdastjórnar ESB, Valdis Dombrovskis, segir að stíf fundarhöld síðustu tvær vikur hafi skilað árangri og samkomulag náðst. Niðurstaðan sé kannski sú sem framkvæmdastjórnin hafi viljað en hún komi í veg fyrir að skuldasöfnun ítalska ríkisins verði óheyrileg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert