Dæmdur fyrir að myrða 7 ára stúlku

AFP

Dómstóll í Austurríki hefur dæmt 16 ára unglingsdreng í 13 ára fangelsi fyrir að myrða sjö ára gamla nágrannastúlku í Vínarborg í maí á þessu ári. 

Fram kemur í frétt AFP að drengurinn sé með geðklofa og hafi verið metinn sakhæfur af dómnum. Drengurinn kyrkti stúlkuna þar sem hún var að spila tölvuleik á heimili hans og losaði sig síðan við lík hennar.

Skiptar skoðanir voru á meðal sérfræðinga sem kallaðir voru til hvort drengurinn væri sakhæfur en meirihluti þeirra taldi svo vera. Drengurinn átti ekki fyrri brot að baki. Hann sagði raddir hafa fyrirskipað honum að myrða stúlkuna.

Drengurinn verður vistaður á viðeigandi fangelsisstofnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert