Trump neitar að samþykkja fjárlög

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem samþykkt …
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem samþykkt var á öldungadeild þingins í gær þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í frumvarpinu til að reisa landamæravegg á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í dag að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi. Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir fjármagni til að reisa landamæravegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og er það ástæðan fyrir neitun Trumps.

„Forsetinn tjáði okkur að hann mun ekki skrifa undir frumvarpið þar sem hann hefur verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna,“ segir Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar.

Útlit er því fyrir að hluta alríkisstofnanna í Bandaríkjunum verði lokað á morgun. Frumvarpið er ætlað í rekstur bandaríska stjórnkerfisins til 8. febrúar. Að sögn Ryan munu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka