Samþykktu fjárveitingu fyrir múr Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar að undirrita fjárlagafrumvarpið nema þar sé …
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitar að undirrita fjárlagafrumvarpið nema þar sé gert ráð fyrir fjármagni fyrir landamæramúrinn. AFP

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi fjárlagafrumvarp með viðbótarfjármagni fyrir landamæramúrinn sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Öldungadeild þingsins samþykkti í fyrrakvöld fjárlagafrumvarp þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni fyrir landamæramúrinn og neitaði Trump í gær að skrifa undir frumvarpið af þeim sökum.

„For­set­inn tjáði okk­ur að hann mun ekki skrifa und­ir frum­varpið þar sem hann hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af ör­yggi á landa­mær­um Banda­ríkj­anna,“ sagði Paul Ryan, for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar, við það tilefni.

Frum­varpið er ætlað í rekst­ur banda­ríska stjórn­kerf­is­ins til 8. fe­brú­ar, en fáist það ekki samþykkt af báðum deildum þingsins, eða neiti forsetinn að undirrita það, verður ríkisstofnunum lokað þar til niðurstaða fæst.

Fjárlagafrumvarpið, með 5 milljarða dollara viðbótarfjárveitingu fulltrúadeildarinnar, mun nú fara aftur til öldungadeildarinnar þar sem BBC segir næsta víst að því verði hafnað. Er því búist við að hluta ríkisstofnananna verði lokað á miðnætti í kvöld þar til niðurstaða næst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka