Lokun ríkisstofnana varir fram yfir jól

Útlit er fyrir að hluti ríkisstofnana í Bandaríkjunum verði lokaður …
Útlit er fyrir að hluti ríkisstofnana í Bandaríkjunum verði lokaður fram yfir jól þar sem Trump neitar að undirrita fjárlög. AFP

Hluti bandarískra ríkisstofnana verður að öllum líkindum lokaður fram yfir jól. Bandaríska þingið kom saman í dag, á laugardegi, sem er afar sjaldgæft, til að reyna að ná samkomulagi um fjármögnun landamæraveggs á milli Mexí­kó og Banda­ríkj­anna, en án árangurs.

Veggurinn hefur verið helsta þrætueplið í fjárlögunum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur neitað að skrifa undir. Hluta ríkisstofnana hefur því verið lokað þar sem ekki  fæst samþykki fyr­ir um fjórðungi af út­gjöld­um al­rík­is­ins, en þar á meðal eru út­gjöld vegna heima­varn­ar­ráðuneyt­is­ins og stofn­ana á sviði sam­göngu,- land­búnaðar-, ut­an­rík­is- og dóms­mála.

Þetta er þriðja lok­un hluta al­rík­is­ins á þessu ári og þýðir það að starfs­menn þurfa annað hvort að vinna án launa eða fara í tíma­bundið leyfi.

Vegg­ur­inn var eitt helsta kosn­ingalof­orð Trump og á að hans sögn að auka ör­yggi lands­ins og draga úr komu ólög­legra inn­flytj­enda sem koma frá Mexí­kó. Demókratar krefjast þess að Trump segi skilið við áform sín um að láta reisa vegginn.

Þingið kemur næst saman fyrsta virka dag eftir jól, fimmtudaginn 27. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka