Boðar herferð gegn vinstri hugmyndafræði

AFP

Hægri öfgamaðurinn Jair Bolsonaro sór embættiseið sem nýr forseti Brasilíu í dag, en hann sigraði forsetakosningar í landinu í október síðastliðnum. Að því tilefni lýsti hann yfir herferð gegn glæpum, spillingu og hugmyndafræði vinstrimanna. AFP-fréttastofan greinir frá.

Hann kallaði eftir þjóðarsáttmála á milli samfélagsins, framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds til að endurreisa laskað efnahagskerfi.

AFP

Bolsonaro er vægast sagt umdeildur, en honum hefur verið lýst sem „brasilíska Trump“. Ummæli sem hann hefur látið falla hafa oft vakið mikla reiði, en hann hefur tjáð skoðanir sem eru mjög rasískar, lýsa hommafóbíu og kvenhatri.

Góður ár­ang­ur hans er eignaður öfl­ugri her­ferð á sam­fé­lags­miðlum, meðal ann­ars í gegn­um Face­book og What­sApp. Þá hef­ur Bol­son­aro lofað skil­virk­um lausn­um á gríðar­hárri morðtíðni í Bras­il­íu og bágri efna­hags­stöðu lands­ins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert