Kína stærsta viðfangsefnið

Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, mætti til vinnu í dag …
Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, mætti til vinnu í dag og upplýsti starfsmenn ráðuneytisins um að sérstök áhersla yrði lögð á Kína. AFP

Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, hóf sinn fyrsta starfsdag í nýju hlutverki í dag með því að upplýsa starfsmenn ráðuneytisins um að hann líti á Kína sem stærsta viðfangsefni ráðuneytisins.

Hann sagði megináhersluna vera varnarstefnu (e. National defence Strategy) landsins og segir komandi tíma einkennast af aukinni samkeppni við stórveldin Kína og Rússland. „Á meðan við höldum athygli okkar á þeim verkefnum sem fyrir liggja, sagði starfandi ráðherra teyminu að muna Kína, Kína, Kína,“ er haft eftir fulltrúa varnarmálaráðuneytisins.

Shanahan tók til starfa í kjölfar þess að afsögn Jim Mattis varnarmálaráðherra tók gildi fyrsta janúar vegna ágreinings við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Bandaríkin hafa sakað Kína um viðvarandi njósnir á sviði efnahags- og varnarmála og hefur sagt alþjóðlegar efnahagsáætlanir Kínverja vera lið í efnahagslegri kúgun smærri ríkja.

Shanahan hefur ekki reynslu úr hernum, en hefur verið aðstoðarráðherra varnarmála frá júlí 2017. Áður starfaði hann í 30 ár fyrir Boeing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert