Fimm fórust í flóttaherbergi

Fólkið tók þátt í flóttaleik í tengslum við afmælisveislu þegar …
Fólkið tók þátt í flóttaleik í tengslum við afmælisveislu þegar eldur kom upp í herberginu hvar leikurinn fór fram. Ljósmynd/Wikipedia.org

Fimm unglingsstúlkur létu lífið í gær og karlmaður slasaðist alvarlega eftir að eldur kom upp í herbergi þar sem fólkið var að taka þátt í flóttaleik. Leikurinn snýst um að fólk er lokað inni í herbergi og þarf að leysa þrautir til þess að komast út innan ákveðins tíma.

Harmleikurinn átti sér stað í borginni Koszalin í norðurhluta Póllands en leikurinn var hluti af afmælisveislu. Stúlkurnar voru allar 15 ára gamlar en karlmaðurinn, sem hlaut alvarleg brunasár, er sagður vera 25 ára. Ekki liggur fyrir hver elsdupptökin voru.

Stjórnvöld hafa fyrirskipað brunamálayfirvöldum að gera úttekt á öryggismálum allra flóttaherbergja í landinu sem eru yfir eitt þúsund talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert