Donald Trump Bandaríkjaforseti barði hnefanum í borðið og strunsaði út af fundi með þingleiðtogum í Hvíta húsinu í dag eftir að þingforsetinn Nancy Pelosi sagðist ekki myndu samþykkja að fjármagna múr á landamærum Bandaríkjanna í Suðri. New York Times greinir frá.
Demókratar voru orðlausir eftir fundinn og sögðu Trump hafa tekið bræðiskast, en stuðningsmenn Trump segja demókrata neita að semja.
Eftir fundinn skrifaði forsetinn á Twitter að fundurinn hafi verið tilgangslaus.
Mun hann hafa spurt hvað myndi gerast innan þrjátíu daga ef hann myndi hraða opnun ríkisstofnana, hvort samþykkt yrði að byggja múr eða stáltálma við landamærin. „Nancy sagði NEI. Ég sagði bless, bless, ekkert annað virkar!“
Just left a meeting with Chuck and Nancy, a total waste of time. I asked what is going to happen in 30 days if I quickly open things up, are you going to approve Border Security which includes a Wall or Steel Barrier? Nancy said, NO. I said bye-bye, nothing else works!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 9 January 2019