Verkföll hafa áhrif á flug í Þýskalandi

Aflýsa hefur þurft fjölda flugferða í dag vegna verkfallsins.
Aflýsa hefur þurft fjölda flugferða í dag vegna verkfallsins. AFP

Meira en 600 flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls öryggisvarða á þremur flugvöllum í Þýskalandi í dag. Um er að ræða flugvöllinn í Düsseldorf í Þýskalandi, en flugvöllurinn er sá þriðji stærsti í landinu, og flugvelli í Stuttgart og Köln-Bonn.

Verkfallið hefur haft áhrif á meira en 100 þúsund farþega sem áttu bókað flug í dag, þar af um 60 þúsund frá Düsseldorf, en það hefur snert á tveimur þriðju hluta allra flugferða frá vellinum.

Samtals hefur 350 flugferðum af 570 verið aflýst frá Düsseldorf, 130 af 200 frá Köln og 142 af 270 frá Stuttgart. 

Öryggisverðir sem heyra undir Verdi-verkalýðsfélagið krefjast þess að grunnlaun hækki úr 17 evrum upp í 20 evrur, eða sem nemur að lágmarkslaun fari úr rúmlega 2.300 krónum á tímann upp í 2.750 krónur.

Í gær var meira en 50 flugferðum aflýst á flugvöllunum Tegel og Schönefeld í Berlín vegna svipaðra aðgerða öryggisvarða.

Öryggisverðir á flugvellinum í Köln eru meðal þeirra sem hafa …
Öryggisverðir á flugvellinum í Köln eru meðal þeirra sem hafa farið í verkfall í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert