Harris í forsetaframboð 2020

Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari Kaliforníu, hyggst gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og hefur þegar hafið kosningaherferð sína.

Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á sjónvarpsstöðinni ABC í morgun. Samtímis var herferðarmyndband hennar frumsýnt á Twitter, en kjörorð hennar eru „Gerum þetta saman“.

Ríkissaksóknarinn fyrrverandi hefur þannig bæst í sístækkandi hóp demókrata sem hyggja á að gefa kost á sér í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Nú síðast tilkynntu Julián Castro, fyrrverandi húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, og Tulsi Gabbart, fulltrúadeildarþingmaður frá Havaí, um framboð sitt. Þá tilkynnti kollegi Harris úr öldungadeildinni, Elizabeth Warren, um framboð í byrjun árs.

Aðrir sem orðaðir eru við framboðið eru Bernie Sand­ers, sem þekk­ir for­valið lík­lega manna best, Beto O´Rour­ke, full­trú­ar­deild­arþingmaður frá Texas, og Joe Biden, vara­for­seti Obama.

Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á …
Harris tilkynnti framboð sitt í morgunþættinum Good Morning America á ABC í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert