Mæla með 1% auðlegðarskatti

AFP

Auðæfi þeirra 26 ríkustu í heiminum eru svipuð því sem eignir 50% þeirra fátækustu í heiminum, segir í nýrri skýrslu bresku hjálparsamtakanna Oxfam. Samtökin hvetja til þess að lagður verði á 1% auðlegðarskattur og með því væri hægt að tryggja nægjanlegt fé fyrir skólagöngu allra barna sem ekki ganga í skóla í heiminum. Þetta kemur fram í frétt Guardian. 

Þar segir að eignir 26 einstaklinga samsvari eignum 3,8 milljarða jarðarbúa. Oxfam gefur skýrsluna út ár hvert áður en heimsviðskiptaráðstefnan hefst í Davos í Sviss. Í skýrslunni nú kemur fram að þeir ríkustu hafi orðið ríkari og þeir fátæku fátækari.

Með því að leggja á 1% auðlegðarskatt væri hægt að safna 418 milljörðum Bandaríkjadala sem nægir til þess að tryggja skólagöngu allra barna í heiminum og heilsugæslu. Það gæti bjargað þremur milljónum frá dauða.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert