Ætla að einangra Pakistan frá umheiminum

Árásin var sú mannskæðasta í Kashmir í hátt í tvo …
Árásin var sú mannskæðasta í Kashmir í hátt í tvo áratugi, en bæði Indland og Pakistan hafa lýst yfir yfirráðum sínum í héraðinu. AFP

Fjármálaráðherra Indlands hefur heitið því að Indland muni gera allt sem í valdi þess stendur til þess að einangra Pakistan frá umheiminum, en Indverjar saka Pakistan um að hafa mistekist að tækla vandann sem fylgir íslömsku samtökunum Jaish-e-Mohammed, sem lýst hafa yfir ábyrgð á sprengjuárás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana í Kashmir í gær.

Árásin var sú mannskæðasta í Kashmir í hátt í tvo áratugi. Bæði Indland og Pakistan hafa lýst yfir yfirráðum sínum í héraðinu, en hvort land stjórnar einungis hluta þess.

Indverjar segja íslömsku samtökin sæta friðhelgi í Pakistan og saka nágranna sinn um aðgerðaleysi sem leitt hafi til árásarinnar.

Indland hefur margsinnis óskað eftir banni við samtökunum og að leiðtogi þeirra, Masood Azhar, verði skráður sem hryðjuverkamaður hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en Kína, bandalagsþjóð Pakistan, hefur ávallt sett sig upp á móti kröfunni.

Umfjöllun BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert