Sprengdu upp hús Pablo Escobar

Tilkynnt var um aðgerðirnar í haust. Þessi mynd sýnir hvernig …
Tilkynnt var um aðgerðirnar í haust. Þessi mynd sýnir hvernig var umhorfs inni í einbýlishúsi Escobar í Tulum í Mexíkó. skjáskot/dezeen.com

Gamla heimili Pablo Escobar eiturlyfjabaróns var jafnað við jörðu í vikunni. Fjöldi fólks safnaðist saman í nágrenninu til að fylgjast með hamförunum. Í rústunum verður reistur minnisvarði um fórnarlömb þessa alræmdasta kókaínbaróns mannkynssögunnar.

Til stendur að koma þarna fyrir almenningsgarði til minningar um þær þúsundir manna sem voru drepnar í „valdatíð“ Escobar. Þar á meðal eru fjögur forsetaefni og um fimm hundruð lögregluþjónar.

Escobar var skotinn til bana af lögreglu árið 1993. Húsið hefur staðið svo að segja autt þar til nú en ákvörðunin um að sprengja það upp var umdeild. Sumir töldu að byggja hefði mátt safn og laða að ferðamenn. Öðrum fannst þetta eina viðeigandi ákvörðunin.

Myndband:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert