133 dauðsföll vegna áfengiseitrunar

Yfir 200 hafa leitað á sjúkrahús með al­var­leg upp­köst, mikla …
Yfir 200 hafa leitað á sjúkrahús með al­var­leg upp­köst, mikla verki fyr­ir brjósti og erfiðleika með and­ar­drátt. AFP

Að minnsta kost 35 eru látin til viðbótar við þau tæplega 70 sem létust vegna áfengiseitrunar í norðausturhluta Indlands í gær og er fjöldi látinna því orðinn 133. Auk þeirra látnu liggja yfir 200 manns illa haldin á sjúkrahúsum á svæðinu.

Tíu hafa verið handtekin vegna málsins og sýni úr áfenginu sem fólkið drakk hefur verið sent til rannsóknar.

Á meðal lát­inna eru bæði karl­ar og kon­ur sem flest störfuðu við tefram­leiðslu á svæðinu, en talið er að 40% alls áfengis sem neytt er á Indlandi sé framleitt með ólöglegum hætti. Aðeins rúmar tvær vikur eru síðan um hundrað manns létust vegna svipaðrar eitrunar í norðurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert