Hollustan kostaði hann allt

Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gengur á brott …
Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gengur á brott eftir yfirheyrslurnar í kvöld. AFP

„Hollusta mín við herra Trump hefur kostað mig allt,“ sagði Michael Cohen, fyrr­ver­andi lög­fræðing­ur Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta, þegar hann kom fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag.

„Ég vona að þjóðin geri ekki sömu mistök og ég hef gert eða þurfi að gjalda líkt og ég og fjölskylda mín,“ sagði Cohen við lok yfirheyrslna yfir honum. 

Vitnisburður Cohens, sem starfaði sem aðallögfræðingur Trumps í 10 ár, var dreginn í efa af mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Var það ekki síst fyrir þær sakir að hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa logið að þingnefnd árið 2017 og fyrir brot á kosningalögum.

Elijah Cummings, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Elijah Cummings, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AFP

„Við erum betri en þetta“

Elijah Cummings, formaður eftirlitsnefndarinnar, sagðist trúa því að það væri sárt að vera á leið í fangelsi en Cohen hefur afplánun í maí. „Ég veit að það er sársaukafullt að vera kallaður svikari [e. rat],“ sagði Cummings.

Hann bætti því við að hann byggi í Baltimore og þar væri það eitt það versta sem hægt væri að gera að kalla fólk svikara. „Forsetinn kallaði þig svikara. Við erum betri en þetta, við erum það,“ sagði Cummings.

Cohen sagðist þurfa að gjalda fyrir hollustu sína við Trump.
Cohen sagðist þurfa að gjalda fyrir hollustu sína við Trump. AFP

Hann sagðist ekki viss um hvort fólk tryði Cohen en það væri ljóst á lögfræðingnum að þetta væri eitt það erfiðasta sem hann hefði gert.

Bað Cohen ítrekað að ljúga og hóta fólki

Cohen sagði við yfirheyrslur fyrr í kvöld að Trump hefði ítrekað beðið sig um að ljúga og hóta fólki. Trump hefði meðal annars beðið Cohen að ljúga að Melaniu Trump forsetafrú vegna greiðslu 130 þúsund dollara til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels.

Stormy Daniels.
Stormy Daniels. AFP

Trump hafi einnig skipað Cohen að lýsa því yfir að forsetinn vissi ekkert um greiðsluna til Daniels, sem var gerð í því skyni að hún þegði yfir meintu sambandi þeirra. 

Cohen sagði enn fremur að honum stæði ógn af yfirlýsingum Trumps um hann á Twitter. Trump hefur ítrekað minnst á tengdaföður Cohen þar. „Ég geng ekki með eiginkonu minni þegar við förum á veitingastað og heldur ekki með börnunum mínum. Ég læt þau ganga á undan mér,“ sagði Cohen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert