Tæma stöðumæla með ryksugum

Glæpagengi hefur stolið úr stöðumælum í London.
Glæpagengi hefur stolið úr stöðumælum í London.

Glæpagengi hefur stolið meira en 120 þúsund pundum, jafnvirði rúmlega 19 milljóna íslenskra króna, úr stöðumælum í London. Til þess hafa mennirnir notað sleggjur, bora og ryksugur.

Yfirvöld íhuga að einungis verði hægt að greiða í stöðumæla í gegnum smáforrit eða síma í Kensington- og Chelsea-hverfunum.

Fram kemur í frétt Sky að mennirnir hafi stolið úr stöðumælunum undanfarið ár. Peningarnir séu notaðir til að fjármagna frekari glæpi í London.

Samkvæmt könnun sem gerð var kom í ljós að 70% af 17 þúsund ökumönnum töldu ólíklegra að þeir myndu leggja í gjaldskyld stæði þar sem einungis væri hægt að greiða í gegnum síma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert