Stríðinu gegn Ríki íslams ekki lokið

Joseph Leonard Votel.
Joseph Leonard Votel. AFP

Stríðinu gegn Ríki íslams er „langt frá því að vera lokið“ og vígamennirnir hafa ekki verið brotnir á bak aftur. Þeir eru tilbúnir til að ná vopnum sínum á nýjan leik þrátt fyrir að bækistöðvar þeirra í Sýrlandi hafa verið upprættar.

Þetta sagði hershöfðinginn Joseph Votel á Bandaríkjaþingi.

„Það var risastór áfangi hjá hernum að fækka bækistöðvum kalífadæmisins en baráttan gegn Ríki íslams og ofbeldisfullri öfgahyggju er langt frá því að vera lokið og okkar markmið verður áfram það sama,“ sagði Votel.

„Við munum halda áfram að vera vel á verði gagnvart þessum samtökum sem eru núna dreifð vítt og breitt.“  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert