Ekki áritun heldur ferðaheimild

AFP
CNN hefur leiðrétt frétt um að Evrópusambandið ætli að krefja bandaríska ríkisborgara um vegabréfsáritun. Hið rétta er að um ferðaheimild er að ræða svipaða þeirri og til að mynda Íslendingar þurfa að greiða fyrir heimsæki þeir Bandaríkin eða Kanada. 
ESB tilkynnti í fyrra að í undirbúningi væri kerfi sem ber nafnið ETI­AS (Europe­an Tra­vel In­formati­on and Aut­horisati­on System) og er að fyr­ir­mynd ESTA-kerf­is­ins banda­ríska. Þá eru svipuð kerfi til staðar í Kan­ada og Ástr­al­íu, líkt og kom fram í frétt mbl.is í fyrra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert