O‘Rourke í forsetaframboð

O‘Rourke vakti talsverða athygli í síðustu þingkosningum í Bandaríkjunum.
O‘Rourke vakti talsverða athygli í síðustu þingkosningum í Bandaríkjunum. AFP

Fyrrverandi þingmaður Texas-ríkis, Robert „Beto“ O‘Rourke, ætlar að gefa kost á sér í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. O‘Rourke tilkynnti um áform sín í viðtali á ríkissjónvarpsstöð í Texas.

O‘Rourke vakti talsverða athygli í síðustu þingkosningum í Bandaríkjunum þar sem hann laut með naumindum í lægra haldi fyrir repúblikananum Ted Cruz um að verða fulltrúi Texas í öldungadeildarþinginu.

Ljóst er að hart verður slegist um að verða forsetaefni demókrata í kosningunum á næsta ári, en O‘Rourke er sá fimmtándi sem tilkynnir að hann muni gefa kost á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert