11 ár fyrir að drepa leigjanda

AFP

Íbúi í Melbourne í Ástralíu var í dag dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að hafa drepið mann sem hafði ekki ráð á að greiða fyrir gistingu í herbergi sem hann leigði á Airbnb.

Jason Rohan Colton var ekki dæmdur sekur um morð heldur manndráp og voru félagar hans, sem tóku þátt í árásinni á leigjandann, Ramis Jonuzi, dæmdir í 7 og hálfs árs fangelsi og níu ára fangelsi fyrir aðild sína.

Jonuzi hafði leigt herbergi á Airbnb í íbúð sem Colton var með á leigu og skuldaði hann 210 Ástralíudali í leigu.

Þegar Jonuzi gat ekki greitt leiguna réðst Colton á hann ásamt félögum sínum og lést Jonuzi vegna áverkanna sem hann hlaut. 

Meðal gagna sem lögð voru fram í málinu var vitnisburður Coltons hjá lögreglu þar sem hann sagði að Jonuzi hefði fengið það sem hann átti skilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert