Játar skotárás í Utrecht

Ljósmynd af blómvendi sem var lagður á jörðina skammt frá …
Ljósmynd af blómvendi sem var lagður á jörðina skammt frá staðnum þar sem skotárásin var gerð á mánudaginn. AFP

Karlmaður sem fæddist í Tyrklandi hefur játað að hafa gert skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht sem varð þremur að bana á mánudaginn. 

Saksóknarar greindu frá þessu í dag.

Gökmen Tanis, 37 ára, „játaði í morgun ákærurnar gegn honum. Hann sagði einnig að hann hefði verið einn að verki,“ sagði í yfirlýsingu.

Ná­grann­ar Tan­is hafa lýst hon­um sem auðnu­leys­ingja og smáglæpa­manni, en ekki hryðju­verka­manni.

Hol­lenska dóms­mála­ráðuneytið staðfesti fyrr í vikunni að Tan­is hefði ný­lega verið lát­inn laus úr varðhaldi sem hann hafði verið úr­sk­urðaður í í tengsl­um við nauðgun­ar­mál. Var hann lát­inn laus eft­ir að hafa lofað að sýna yf­ir­völd­um sam­starfs­vilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert