Mueller hefur afhent skýrsluna

Mueller var skipaður sérstakur saksóknari FBI vegna aðkomu Rússa að …
Mueller var skipaður sérstakur saksóknari FBI vegna aðkomu Rússa að forsetakosningum 2016. AFP

Robert Mueller hefur skilað skýrslu sinni um afskipti Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 til dómsmálaráðherra landsins og er rannsókn málsins þar með formlega lokið. Frá þessu er greint á vef Washington Post.

Dómsmálaráðuneytið tilkynnti Bandaríkjaþingi um skil skýrslunnar síðdegis í dag en gaf ekkert upp um innihald hennar, en búast má við því að William Barr dómsmálaráðherra muni fara yfir niðurstöður skýrslunnar með þingmönnum á næstu dögum.

Mueller var skipaður sérstakur saksóknari FBI vegna málsins í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti vék James Comey úr starfi. Mueller hefur unnið að rannsókn málsins í tvö ár, en rannsóknin sneri meðal annars að mögulegri hindrun Trumps á framgöngu réttvísinnar og gæti haft alvarlega afleiðingar fyrir forsetann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert