Trump hættir við aðgerðir gegn N-Kóreu

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins gaf fjölmiðlum vestanhafs ekki upp hvaða aðgerðir …
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins gaf fjölmiðlum vestanhafs ekki upp hvaða aðgerðir forsetinn ætti við. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst hafa fyrirskipað að hætt verði við fyrirhugaðar þvingunaraðgerðir gegn Norður-Kóreu, sem hann tjáði sig um á Twitter fyrr í dag.

Óljóst er við hvaða aðgerðir forsetinn á, en fjármálaráðuneytið tilkynnti í gær um að tvö kínversk flutningafyrirtæki hefðu verið sett á svartan lista fyrir að hjálpa Norður-Kóreu að komast hjá viðskiptaþvingunum.

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins gaf fjölmiðlum vestanhafs ekki upp hvaða aðgerðir forsetinn ætti við, en sagði að Trump líkaði nægilega vel við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, til þess að vera fullviss um að aðgerðanna væri ekki þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert