Von á uppfærslu fyrir stjórnbúnað 737 MAX

AFP

Von er á uppfærslu á sem á að laga bilun í stjórnbúnaði í Boeing 737 MAX-8 flug­vélum, sem grunur leikur á að hafa leitt til þess að farþegaþota Lion Air fórst á Indónesíu í október með þeim afleiðingum að 189 létust.

Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir heimildarmönnum sem þekkja til fyrirtæksins. 

Þeir segja að forsvarsmenn Boeing muni kynna uppfærsluna (fyrir svokallað anti-stall kerfi sem kemur í veg fyrir ofris) fyrir yfirmönnum og flugmönnum bandarísku flugfélaganna American, SouthWest og United í Renton í Washington-ríki, þar sem vélarnar eru smíðaðar.

Fram kemur að bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eiga eftir að samþykkja uppfærsluna, en stofnunin er ein af þeim sem kyrrsettu 737 MAX-vélarnar eftir tvö mannskæð fluglys á fimm mánaða tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert