Hrapaði til bana í Miklagljúfri

Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum er stórkostleg náttúrusmíð.
Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum er stórkostleg náttúrusmíð. Af Wikipedia

Tveir hafa látist við Miklagljúfur í vikunni. Annar þeirra var ferðamaður sem hrapaði til bana. Sá var frá Hong Kong og var að taka mynd af gljúfrinu er hann rann til og féll í gljúfrið, að því er talsmaður friðlandsins segir í samtali við CNN. Maðurinn var á sextugsaldri og var á ferð um svæðið í hópi annarra ferðamanna. 

Annar ferðamaður lést við gljúfrið fyrr í vikunni. Upplýsingar um tildrög þess slyss liggja ekki fyrir, segir í frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert