Sökuðu þingmenn um svik

AFP

Mörg þúsund manns komu saman fyir utan breska þinghúsið í London, höfuðborg Bretlands, í dag til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við útgöngu landsins úr Evrópusambandinu sem hefði átt að eiga sér stað klukkan 23:00 í kvöld.

Fólkið mótmælti ennfremur því að útgöngudeginum hefði verið frestað og voru þingmenn, sem beitt hafa sér gegn útgöngunni, sakaðir um að svik við kjósendur sem að meirihluta greiddu atkvæði með því sumarið 2016 að segja skilið við Evrópusambandið.

Engin samstaða erum það í þinginu með hvaða hætti eigi að standa að útgöngunni eða hvort yfir höfuð sé rétt að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins fyrir bráðum þremur árum. Útgöngusamningi ríkisstjórnarinnar var hafnað í þriðja sinn í þinginu í dag.

Kallaði fólkið við þinghúsið eftir því að Bretland gengi úr Evrópusambandinu án sérstaks útgöngusamnings við sambandið en samningi ríkisstjórnarinnar var ekki síst hafnað á þeim forsendum að hann fæli ekki í sér það sem kjósendur hafi viljað 2016.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert