Hittir okkur beint í hjartastað,“

Vegfarendur fylgjast með Notre Dame kirkjunni brenna.
Vegfarendur fylgjast með Notre Dame kirkjunni brenna. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði frönsku þjóðina í heild finna til við að sjá Notre Dame kirkjuna í París í ljósum logum.

„Líkt og allir landar mínir, þá hryggir það mig að sjá þennan hluta okkar brenna,“ hefur BBC eftir Macron er hann var á leið á brunastað.

Eldur kom upp  í þaki kirkjunnar síðdegis í dag. Stærsta turnspíra kirkjunnar er nú hrunin og logar allt þak kirkjunnar. BBC hafði eft­ir tals­manni kirkj­unn­ar að öll bygg­ing­in væri að brenna. „Það verður ekk­ert eft­ir,“ sagði hann. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist syrgja Notre Dame líkt og aðrir …
Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist syrgja Notre Dame líkt og aðrir Frakkar. AFP

Macron hafði áður tilkynnt að hann myndi fresta fyr­ir­hugaðri ræðu sinni um til­lög­ur til úr­bóta í kjöl­far mót­mæla sem kennd hafa verið við gul vesti og staðið hafa yfir í land­inu í fimm mánuði.

London syrgir með París

Macron er ekki einn um að syrgja Notre Dame, því Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði  kirkjuna vera táknmynd evrópskrar menningar. „Eldurinn í Notre Dame hittir okkur beint í hjartastað,“ sagði þá í yfirlýsingu frá þýska utanríkisráðuneytinu.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um málið, líkt og svo oft áður, á Twitter. Lagði forsetinn í færslu sinni til að flogið yrði með vatnsbelgi og vatninu sleppt yfir kirkjuna. „“Hræðilegt að horfa á þennan miikla eld í Notre Dame dómkirkjunni í París,“ sagði Trump og bætti við að bregðast yrði fljótt við.

Sadiq Khan, borgarstjóri London, segir borgarbúa þar syrgja með Parísarbúum vegna brunans. „Það sker hjartað að sjá Notre Dame brenna,“ sagði Khan á Twitter. „London syrgir með París í dag og stendur við hlið hennar með ævarandi vináttu.“

Reykinn úr þaki kirkjunnar leggur langt að.
Reykinn úr þaki kirkjunnar leggur langt að. AFP

UNESCO, menningastofnun Sameinuðu þjóðanna, lýsti því þá yfir síðdegis að stofnunin stæði með Frakklandi í því að bjarga og endurbyggja kirkjuna, sem teljist „ómetanlegar menningaminjar“.

Sagði Audrey Azoulay, yfirmaður UNESCO, stofnunina nú fylgjast með tilraunum til að ráða niðurlögum eldsins, en Notre Dame hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá 1991.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert